Týndur fundinn...

 

Nýsjálenskum manni var bjargað eftir að hafa legið fótbrotinn í tvær vikur í óbyggðum. Hinn 56 ára gamli bréfberi, Harry Smith var einn síns liðs í langri gönguferð að Nelson Lakes þjóðgarðinum. Á miðri leið datt hann illa svo að annar fóturinn á honum brotnaði. Hann sagðist hafa haft nægan mat meðferðis og getað fengið sér vatn úr læk sem rann þarna við hliðna á honum. Þessum tveimur vikum varði hann til að lesa forláta bók sem hann hafði með sér og svo að hlusta á fréttir í útvarpinu af þessari stærstu leit sem hafur farið fram í seinni tíð á Nýjasjálandi. Leitarmennirnir hafa stanslaust leitað Harrys síðustu tvær vikurnar en komu ekki auga á hann fyrr en í gær. "Þó ég hafi haft það ágætt þarna í tvær vikur ef frá eru taldir verkirnir í fætinum var ég mjög feginn þegar ég sá grænu herþyrluna fyrir ofan mig." "Ég trúði ekki mínum eigin augum, í fyrsta lagi bjóst ég ekki við að finna hann á lífi, en þegar ég sá hann, sat hann bara hinn rólegasti og var að lesa bók", sagði Rex Bloomfield þyrluflugmaður

 

allar fréttir af...