Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!
                                                                                                    Árni Magnússon og Handritin

Á 17. öld fóru lærðir menn í Dannmörku og Svíþjóð að komast að því að til væru gamlar og merkilegar bækur á Íslandi. Í sumum þeirra væru sögur af löngu liðnum Kóngum þessara landa, sögur sem enginn í Dannmörku né Svíþjóð hafði haft hugmynd um. Þess vegna fóru bæði Svíar og Danir að safna Íslenskum handritum og sendu stundum íslenska menn fyrir sig til Íslands til þess að kaupa handrit. Árni Magnússon varð mestur og þekktastur íslenskra handrita safnara. Hann fór tvítugur til Kaupmannahafnar til að læra guðfræði við háskólann. Þar vann hann við að skrifa upp íslensk handrit, og brátt fór hann að sasfna handritum sjálfur. Seinna varð Árni Prófessor í fornfræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Árið 1702sendi Danakonungur hann til Íslands til þess að gera mikla rannsókn á landi og þjóð ásamt öðrum manni sem hét Páll Vídalín. Á rið eftir létu þeir taka manntal sem til er í heiminum þar sem allt fólk er talið í heiminum er talið upp með nöfnum. Síðan sömdu þeir Árni og Páll Jarðbók með lýsingum á öllum bújörðum á landinu. Við þessa vann Árni í tíu ár og ferðaðist víða um landið. Þá safnaði hann öllum handritum sem hann komst yfir, keypti sum og þáði önnur að gjöf, fékk sum lánuð ef menn vildu ekki missa þau og var stundum soldið seinn að skila þeim aftur. Árni var hirðusamari enn allir aðrir handritasafnarar. Hann safnaði ekki aðeins bókum heldur líka einstökum skinnblöðum, sneplum og rytjum af bókum sem aðrir töldu ónýtar. Pappírshandritum og prentuðum b bókum safnaði hann líka. Meðan Árni var á Íslandi dró hann all þetta saman í Skálholti. Seinna var það svo flutt á 30 hestum til skips í Hafnarfyrði og þaðan til Kaupmannahafnar. Mörgum árum seinna, árið 1728, var sjö ára drengur í Kaupmannahöfn að leika sér að lítilli vatnsdælu uppi á lofti í húsinu heima hjá sér. Hann týndi bullunni úr dælunni. Þá sótti hann sér kerti og fór með það uppá loft að leita að bullunni. Hann lagði kertið frá sér meðan leitaði enn rak olnbogann óvart í það svo að það féll niður í rifu. Þar var hey undir, og kviknaði óðara í því, en drengurinn flýtti sér niður. Þetta gerðist klukkan rúmlega sjö að kvöldi á miðvikudegi. Eldurinn breiddist umvifalaust um allt húsið og þaðan í næstu hús. Slökkvistarf fór allt í handaskolum. Brunaliðið hafði haft slökkviæfingu um daginn. Það var venja brunaliðsmann að fara út að skemmta sér eftir æfingar, og nú voru margir þeirra orðnir drukknir. Eftir tvo klukkutíma stóðu tíu eða tólf hús í björtu báli og eldurinn æddi áfram. Snemma morgunninn eftir komu nokkrir íslendingar heim til Árna Magnússonar og buðust til að hjálpa honum að flytja bókasafnið hans á óhulltann stað. Enn hann treysti á að eldurinn yrði slökktur áður enn hann næði til sín. Vafalaust hefur hann verið hræddur við að fara með handrit og fágætar bækur út á götur eins og ástandið var þar. Finnur Jónsson, síðar biskup í Skálhollti, var á staðnum og lýsti því svona:

Á strætunum var svo mikil þröng og mann-
þyping af fólki, hestum og vögnum, og laus
og liðugur maður gat ekki áfram komist þó
gjarnan vildi, og vara sig vel eigi væri
troðinn undir fótum. Alls staðar var að
heyra kvein og vein, sút og sorg. bæði þeirra
er skaðinn liðu og hinna sem fyrir honum kviðu.

Loks um níu leitið um morgunninn fréttist að eldurinn væri kominn í Frúarkirkju sem var við enda götunnar þar sem Árni bjó. Þá sá Árni sitt óvænna og fór að búa sig undir að flytja bækurnar heim til kunningja síns sem bjó fjær eldinum. Voru farnar fjórar eða fimm ferðir með bækur og húsgögn á vagni. Þá var klukkan orðin fjögur og eldurinn kominn í næsta hús. Þá gekk Árni út úr húsi sínu í síðasta sinn, benti á bókahillurnar sem voru óruddar og sagði: Þarna eru þær bækur sem aldrey og hvergi fást slíkar til dómadags. Skrifari hans, Jón Ólafsson frá Grunnavík, og Finnur Jónsson héldu áfram að bera út meðan þeir gátu og hættu ekki fyrr enn logarnir voru farnir að sleikja handritin. Eldurinn geisaði áfram og náði brátt öðrum stað þar sem mikið var af íslenskum handritum. Það var háskólabókasafnið. Þaðan var næstum engu bjargað. Næsta dag, föstudaginn, var barist við eldinn árangurslaust. Á laugardaginn var hann loks slökktur, þegar hann átti um 200 metra að húsinu þar sem Árni hafði komið safni sínu fyrir. Þá hafði tæpur helmingur borgarinnar brunnið, um 1670 hús þar sem bjuggu 3650 fjölskildur. Eftir á kom í ljós að langflestum skinnhandritum Árna hafði verið bjargað Talið er að tólf skinnbækur með fornsögum hafi brunnið, en þær sögur eru allar til í öðrum handritum. Hins vegar brunnu hundruð af pappírshandritum, mestallar prentaðar bækur í safninu og mikið af skjölum. Hluta af einni af elstu Íslendingasögum, Heiðvíga sögu, hafði Árni fengið lánaða frá Stokkhólmi, og var það eina handritið sem til var með þeim hluta sögunnar. Jón frá Grunnavík hafði verið að skrifa þessi blöð upp. enn nú brann hvort tveggja, skinnblöðin  frá Stokkhólmi og uppskrift Jóns. Eftir brunann tók hann sig til og skrifaði söguna upp eftir minni. Í háskólabókasafninu varð jafnvel ennþá meira tjón á Íslenskum handritum. Aðeins eitt þeirra bjargaðist, og það var af því að Árni Magnússon var með það í Láni. Árni var orðin 64 ára þegar bruninn varð, og eftir það hrakaði heilsu hans ört. Hann gerði erfðarskrá og arfleiddi Kaupmannahafnarháskóla að handritasafni sínu og öðrum eignum. Litlu síðar dó hann. Árnasafn í Kaupmannahöfn var svo í meira enn 200 ár mesta safn fornra íslenskra handrita. Til að ljúka þessari sögu verðum við að bregða okkur aðeins yfir á okkar öld. Eftir að Íslendingar voru orðnir sjálfstæðir aftur fannst þeim mörgum óeðlilegt að þessi íslensku handrit væru geymd í Kaupmannahöfn. Þeir benntu á að  Íslendingar höfðu skrifað handritin. Íslendingur hafði safnað þeim, og hann hefði eingöngu gefið þau háskólum í Kaupmannahöfn af því að hann var þá háskóli Íslendinga og Kaupmannahöfn höfuðborg þeirra.  Eftir að Íslendingar hefðu fengið sinn eigin háskóla í sinni eigin höfuðborg ætti gjöf Árna Magnússonar a' flytjast þangað. Á móti þessu bentu Danir á  að Árni hefði gefið Kaupmannahafnarháskóla handritin og engum öðrum. Og ef þau hefðu ekki verið flutt til Dannmerkur og geymst þar hefði  mest af þeim glatast og fúnað í þeim torfhúsum sem  Íslendingar bjuggu í. Samt fór það svo að lokum að Íslendingar fengu mikið af handritum. Samið var um að öll handrit með efni um Íslendinga skyldu flutt til Íslands. Þess vegna eru handrit með konungasögum ennþá geymd í Kaupmannahöfn en handrit Íslendingasagna, biskupasagna, samtímasagna og Íslenskra lögbóka hafa verið flutt til Reykjavíkur og eru varðveitt þar í Stofnun  Árna Magnússonar á Íslandi eða Árnastofnun, eins og hún er venjulega kölluð. Þar er unnið við að skrifa handritin upp og gefa efni .eirra út í prentuðum bókum.