Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!

Ár 2002

Umsókn til Húsafriðunarsjóðs

 

 

 

Bygging sem sótt er um styrk til:_______Kópnes

 

Byggingarár:__1916______Byggingarefni:__Timbur, járn, torf og grjót

 

Höfundur (arkitekt/forsmiður) hússins:____Jón Árnason____________________

Ljósmynd sem sýnir núverandi útlit.

 

Sótt er um styrk til að greiða að hluta til kostnað vegna ( merkið við A eða B ):

 

A.  Áætlunargerðar.      X

B.  Endurbóta.

Sjá 3. gr. reglugerðar um Húsafriðunarsjóð um gögn og upplýsingar sem fylgja eiga umsókn.

 

Einnig eru veittir styrkir til rannsóknarstarfa og útgáfu rita um íslenskan byggingararf og veita starfsmenn Húsafriðunarnefndar ríkisins frekari upplýsingar þar um.

 

Hönnuður sem annast áætlunargerð og/eða hefur eftirlit með framkvæmdum:________________

 

__________Gísli Gunnlaugsson tæknifræðingur hjá Tækniþjónustu Vestfjarða ___________________

 

Iðnmeistari sem annast viðgerð:_______________________________________________________

 

__________________________________________________________________________________

 

 

 

Stutt lýsing á sögu hússins, ástandi þess, breytingum sem gerðar hafa verið eða eru fyrirhugaðar:

 

Húsið á Kópnesi var reist af vanefnum af þurrabúðarfólki á öðrum áratug 20. aldar og er að mati umsækjenda kjörið sem fulltrúi kotbýla frá fyrri hluta aldarinnar. Fjárhús standa í næsta nágrenni hússins og á nesinu var einnig bátavör ábúenda. Íbúðarhúsið sjálft nær ekki 40 fermetrum og ástand þess er afar bágborið. Baðstofa var á lofti en eldhús í kjallara. Gamlar myndir sýna að veggir þess voru að hluta úr torfi (sjá meðfylgjandi myndir). Í húsakönnun Hólmavíkur eftir Arinbjörn Vilhjálmsson arkitekt segir:

 

Kópnes-kotið er mjög sérstakt og með mikla sérstöðu í bæjarmynd Hólmavíkur. … Það minnir mjög á þá þurrabúðagerð sem steinbæjirnir spruttu af í Reykjavík og víðar. Útihúsin eru ómissandi hluti af heildarmyndinni sem er afar heilsteypt, lítið kot á litlu nesi með tún og ósnortið flæðarmál allt í kring. Afar ljóðrænt hús og geðþekkt. Húsið afbragðsgott dæmi um smábúskap inni í þéttbýli á fyrri hluta 20. aldar. Varðveislugildi Kópness er mjög mikið og full ástæða til að hvetja til þess að húsin verði gerð upp og umhverfi þeirra friðað.

 

Eftirfarandi sögukafla um Kópnesið er að finna í Hólmavíkurbók Óla E. Björnssonar sem gefin var út í tilefni af 100 ára afmæli Hólmavíkur 1990.

 

Pétur frá Stökkum getur Kópness ekki í Strandamannabók sinni, þar sem hann rekur byggðasögu Hólmavíkur fram til 1940. Vel mætti hugsa sér, að Pétri hafi ekki þótt taka því að nefna kotbýli þetta, sem að miklu leyti var úr torfi og grjóti gert af litlum efnum. …

Jón Árnason hafði búið á Fitjum í Staðarsveit, en fluttist til Hólmavíkur 1916. Byggði hann sér bæ, þar sem áður hét Litlanes og kallaði "að Kópnesi". Útihús, eins og tíðkast til sveita, byggði hann einnig, einkum fjárhús og hlöður. Ekki minnist ég þess, að hann hefði kýr (eftir 1932) og því síður hesta. Hey bar hann yfirleitt á sjálfum sér, en flutti sumt annað í hjólbörum. ….

Jón átti árabát þann, sem Hnallur hét. Hann réri honum til fiskjar fyrrum, einkum yfir fyrir Klasserk, þar sem heita Borgamið, skammt undan Kópnesinu. Þar gafst oft góður afli, sem Jón þurfti ekkert leyfi til að sækja….

Helga Tómasdóttir, kona Jóns, var ekki mjög áberandi dagsdaglega. Allir vissu þó af henni, og margir höfðu talsvert saman við hana að sælda. Skyldu þeir krakkar og unglingar þessa tíma vera margir, sem aldrei voru sendir inná Nes til Helgu, annað hvort með kjötmeti í reykhúsið hennar, eða með rúgbrauðsdeig í brjóstsykurboxi að biðja hana að baka fyrir mömmu ? Það þurfti ekki mikla karlmennsku til að þessara erinda á fund Helgu, hún tók öllum blíðlega, en í meira lagi virtist dularfullt, hvernig hún fór að því að finna á stundinni kjötlæri eins eða rúllupylsur annars, eftir að það hafði hangið uppí rjáfri hjá henni í tvo eða þrjá mánuði. Ekki þurfti hún mikið að gá á merkispjöldin, enda skriftin ólæsileg oftast af sóti….

Það var hleðslumeistarinn Jón Þorsteinsson frá Gestsstöðum, sem hlóð veggina á Kópnesi og þar hefur ekki steini hallað síðan. Hjalti Einarsson byggði yfir, og hefur verið eitt með fyrstu smiðsverkefnum hans.

Um það var talað, þegar bygging prestsbústaðar var í uppsiglingu, að tvær lóðir kæmu helst til greina, sú sem valin var, og Kópnesið. Um eitt skeið var rætt um að byggja þar elliheimili, en horfið frá því. Til eru þeir, sem telja, að Kópneslóðina eigi að nota undir mikilháttar opinbera byggingu, sem það mundi sóma sér betur en víða annars staðar. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að gömlu húsin hans Jóns Árnasonar megi að skaðlausu standa enn um sinn, a.m.k. meðan ekki liggur mikið við.

 

Lagt er upp með þá ætlun að nálgast upprunalegt útlit hússins sem mest og varðveita bæði íbúðarhús og útihús ásamt umhverfinu í kring. Hugmyndir um framtíðarnotkun eru að húsið verði til sýnis sem kotbýli og þar verði uppákomur úti við á sumrin. Ætlunin er að leita til fyrirtækisins Sögusmiðjunnar um að taka saman sögulegar heimildir um húsið, vinna hugmyndavinnu og leggja fram tillögur um framtíðarnotkun hússins.

 

Sjá nánar um húsið á vefsíðu verkefnisins: www.angelfire.com/folk/kopnes. Þar eru einnig fleiri nýlegar myndir af ástandi hússins.

 

 

Sé fyrirhugað að framkvæma verkið í áföngum á næstu árum gerið þá stutta grein fyrir áfangaskiptum vegna áætlunargerðar og framkvæmda við verkið í heild:

 

Í október síðastliðnum var farið í Ætlunin er að vinna að áætlanagerð og undirbúningi árið 2003, en ljóst er að einnig þarf að fara fram bráðaviðgerð til að koma í veg fyrir að húsið fjúki. Ætlunin er að hefjast handa við vinnu að endurbótum og varanlegum lagfæringum árið 2004. Stefnan hefur verið sett á að ljúka framkvæmdum árið 2005.

 

Vegna vinnu við fyrsta áfanga verkefnisins – áætlanagerð og undirbúning – hefur verið komið á laggirnar stýrihópi til að ræða faglega þætti málsins. Í þeim hópi sitja eftirtaldir aðilar auk umsækjanda eða fulltrúa Félags áhugamanna um Kópnes:

            Gísli Gunnlaugsson tæknifræðingur hjá Tækniþjónustu Vestfjarða

            Þór Hjaltalín, sagnfræðingur og minjavörður Norðurlands vestra

            Pétur Jónsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna      Jón Jónsson, þjóðfræðingur og framkvæmdastjóri Sögusmiðjunnar

 

 

Áætlaður heildarkostnaður vegna viðgerða hússins kr.__________16.000.000.- _____________

 

Lýsing á framkvæmdum og kostnaðaráætlun sem sótt er um styrk til nú:

 

1._Undirbúningur og stofnun félags__________________________________ kr. __­_50.000.-_____

 

2._Úttekt, uppmæling, teikningar og hönnun lagfæringa__________________ kr. __550.000.-______

 

3._Áætlanagerð (framkvæmdaáætlun, kostnaðaráætlun, efnismat)__________ kr. __150.000.-­______

 

4._Bráðaviðgerðir til að koma í veg fyrir eyðileggingu___________________ kr. __600.000.-______

 

5._Söguleg heimildarannsókn og hugmyndavinna um nýtingu _____________ kr. __250.000.-______

 

6._____________________________________________________________ kr. ________________

 

7._____________________________________________________________ kr. ________________

 

       Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdar sem sótt er um styrk til nú kr: __1.600.000.-_____

 

 

 


 

Þinglýstur eigandi: _______Dánarbú Jóns Árnasonar og Helgu Tómasdóttur

 

Vinna við að stofna opið félag áhugamanna um varðveislu Kópness er langt komin, en ætlunin er að félagið eignist húsið. Þetta hefur reynst tímafrekt vegna fjölda afkomenda, en ljóst er að fyrst um sinn verða afkomendur Jóns og Helgu uppistaðan í félaginu.

 

Nafn umsækjanda: _Sævar Benediktsson__________________kennitala: _010355-5249_________

Heimili: _Borgabraut 17

Póstnúmer og staður: _510 Hólmavík

sími: _451-3132_____________ vinnusími: _*_______________

 

 

________________________________________________

Undirskrift umsækjanda og dagsetning

 

Umsókn á að berast fyrir 1. desember 2001 til:

 

Húsafriðunarnefndar ríkisins

Lyngási 7

210 Garðabæ

 

 

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10.30 og 12.00.

 

ATHYGLI SKAL VAKIN Á ÞVÍ AÐ HÚSAFRIÐUNARNEFND HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ HERÐA REGLUR UM FRÁGANG Á UMSÓKNUM ÞANNIG AÐ UMSÓKN SEM EKKI ER FYLLT ÚT SKILMERKILEGA, T.D. EF Á VANTAR LJÓSMYND AF NÚVERANDI ÚTLITI HÚSS OG KOSTNAÐARÁÆTLUN, VERÐUR HÚN EKKI TEKIN TIL GREINA.

 

Afgreiðsla umsóknar:

Fyllist út af Húsafriðunarnefnd ríkisins.

 

Húsið er friðað samkvæmt lögum.

Húsið er friðað samkvæmt sérstakri ákvörðun Menntamálaráðherra eða sveitastjórnar.

Húsið hefur menningarsögulegt og listrænt gildi.

 

Afgreiðsla umsóknar: ________________________________________________________________

 

Styrkir fyrri ára: ____________________________________________________________________

 

Fylgigögn með umsókn: ______________________________________________________________

 

Áætlun samþykkt af Húsafriðunarnefnd: __________________________________________________

 

Umsögn: __________________________________________________________________________

 

__________________________________________________________________________________

 

__________________________________________________________________________________

 

Afgreiðsla umsóknar: ________________________________________________________________

 

Húsafriðunarnefnd ríkisins veitir fjárstyrk úr Húsafriðunarsjóði til viðhalds og endurbóta á styrkhæfum húsum samkvæmt reglugerð um Húsafriðunarsjóð.  Að jafnaði setur Húsafriðunarnefnd það skilyrði, að gerð hafi verið greinargóð áætlun áður en framkvæmdir hefjast.  Viðkomandi húsi skal lýst í máli, teikningum og myndum.  Gera skal grein fyrir sögu þess og þeim breytingum sem það hefur tekið í tímans rás og jafnframt rökstudd nauðsyn á þeim framkvæmdum sem að er stefnt.  Með teikningum og verklýsingum skal gerð skýr grein fyrir því verki sem sótt er um styrk til og kostnaðaráætlun hvers verkhluta.  Ef sótt er um styrk til verks sem þegar er hafið og áður hefur verið veittur styrkur til úr Húsafriðunarsjóði, skal jafnframt gerð grein fyrir stöðu verksins, kostnaði við það og fjármögnun.

 

Oft þarf að leggja mikla vinnu í gerð áætlunar af þessu tagi og nauðsynlegt að hún sé samin af fagmönnum.  Húsafriðunarnefnd veitir því eftir atvikum styrki til áætlunargerðar um viðgerðir, endurbætur, breytingar og viðbyggingar við friðuð hús og önnur mannvirki sem nefndin telur hafa menningarsögulegt og listrænt gildi, enda eru slíkar áætlanir að jafnaði forsenda fyrir því að veittir séu styrkir til framkvæmda.  Styrkir til áætlunargerðar eru greiddir þegar Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur fjallað um og samþykkt viðkomandi áætlun.  Þegar framkvæmdir við endurbætur eru hafnar samkvæmt staðfestingu eftirlitshönnuðar eða starfsmanna Húsafriðunarnefndar eru framkvæmdastyrkir greiddir ýmist í einu lagi eða í fleiri greiðslum.

 

Sérstök  athygli er vakin á því að styrkurinn fellur niður við næstu áramót ef hann er ekki nýttur, nema sótt sé sérstaklega um frestun hans.

 

Reglugerð um Húsafriðunarsjóð.  B 479/1993.

 

1. gr. Húsafriðunarsjóður skal stuðla að verðveislu og viðhaldi húsa og annarra mannvirkja sem Húsafriðunarnefnd telur hafa menningarsögulegt og listrænt gildi.  Framlög ríkissjóðs og sveitarfélaga sbr. 46. gr. þjóðminjalaga skulu renna í sjóðinn fyrir maímánuð ár hvert.  Varsla og reiknishald Húsafriðunarsjóðs skal vera í höndum Landsbanka Íslands samkvæmt samkomulagi sem Menntamálaráðuneytið gerir við bankann þar að lútandi.

 

2. gr. Húsafriðunarnefnd úthlutar styrkjum úr Húsafriðunarsjóði til áætlunargerðar vegna viðgerða húsa og til viðgerða húsa, sem hún metur styrkhæf.  Þá getur nefndin ákveðið að verja fé til verkefna er stuðla að varðveislu íslensks byggingararfs, til rannsókna á honum og útgáfu rita þar að lútandi.  Úthlutun styrkja skal að öðru jöfnu ákveðin í mars ár hvert á grundvelli umsókna sbr. 3. gr.

 

3. gr. Auglýsa skal í nóvembermánuði ár hvert eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs í dagblöðum, Lögbirtingarblaði og Sveitarstjórnarmálum.  Umsóknir skulu greinilega bera með sér til hvers og hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum og skulu vera á sérstökum umsóknareyðublöðum sem Húsafriðunarnefnd lætur í té og berast eigi síðar en 1. febrúar ár hvert.

Með umsóknum til áætlunargerðar skulu fylgja eftirtalin gögn og upplýsingar:

a.  Uppdrættir, ef til eru.

b.  Sögulegar upplýsingar og lýsing á núverandi ástandi.

c.  Ljósmyndir sem sýna útlit húss fyrr, ef til eru.

d.  Ljósmyndir sem sýna útlit húss nú.

e.  Fyrirhugaðar breytingar, ef einhverjar eru.

Með umsóknum til viðgerða húsa skulu enn fremur fylgja eftirtalin gögn og upplýsingar:

f.  Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum.

g.  Uppmælingar og teikningar af breytingum ef ráðgerðar eru.

h.  Teikningar sem sýna smíðafrágang glugga, klæðningar o.fl.

i.  Kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir.

 

4. gr. Húsafriðunarnefnd hefur eftirlit með að þær framkvæmdir sem hún styrkir séu viðunandi af hendi leystar.  Varðar styrkmissi ef á slíkt brestur.  Húsafriðunarnefnd skal hafa aðgang að kostnaðarreikningum í sambandi við framkvæmdir sem hún fjallar um.  Einnig skal nefndin eða starfsmaður hennar eiga greiðan aðgang að vinnustað á meðan viðgerð fer fram.

 

5. gr. Húsafriðunarnefnd skal láta Menntamálaráðuneytinu, Þjóðminjaráði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga í té yfirlit yfir greiðslur úr sjóðnum fyrir lok hvers árs.  Starfsskýrsla Húsafriðunarnefndar og Húsverndardeildar með yfirliti yfir úthlutanir úr Húsafriðunarsjóði skal birt í ársskýrslu Þjóðminjaráðs.

 

6. gr. Reglugerð þessi er sett með heimild í 48. gr. Þjóðminjalaga nr. 88/1989 og öðlast þegar gildi.  Við gildistöku reglugerðar þessarrar fellur reglugerð nr. 316/1990 úr gildi.