Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!

Félag áhugamanna um varðveislu á

Kópnesi á Hólmavík.

Umsögn um byggingarnar á Kópnesi.

 

Kópnes-kotið er mjög sérstakt og með mikla sérstöðu í bæjarmynd Hólmavíkur. Húsið virðist hafa verið torfbær þar sem að undirstöður torfveggjar eru sýnilegar vestanvið. Það minnir mjög á þá þurrabúðargerð sem steinbæirnir spruttu af í Reykjavík og víðar. Útihúsin eru ómissandi hluti af heildarmyndinni sem er afar heilsteypt, lítið kot á litlu nesi með tún og ósnortið flæðarmál allt í kring. Afar ljóðrænt hús og geðþekkt. Húsið er afbragðsgott dæmi um smábúskap inni í þéttbýli á fyrri hluta 20.aldar.

Varðveislugildi Kópness er mjög mikið og full ástæða til að hvetja til þess að húsin verði gerð upp og umhverfi þeirra friðað.

( Kópnes myndi henta mjög vel sem sumarhús )

 

*Húsakönnun Hólmavíkur

Handrit

Unnin af:

Gata ehf

Arinbjörn Vilhjálmsson arkitekt

1997-2000