Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!
Hér mun ég segja ykkur frá Jóni Sigurðssyni


Jón Sigurðsson var Vestfirðingur, fæddur að Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní árið 1811. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur þar og kona hans Þórdís Jónsdóttir. Voru þau þrjú systkinin, Jón elstur, en hin voru Jens og Margrét. Jón var alinn upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi. Honum var snemma kennt að bjarga sér sjálfur og var haldið að allri algengri vinnu sem þá tíðkaðist, til lands og sjávar. Tæplega 18 ára gamall fór Jón úr foreldrahúsum til Reykjavíkur, þar sem hann tók stúdentspróf með afburða lofi, en faðir hans hafði kennt honum þann skólalærdóm sem til þurfti. Í Reykjavík stundaði Jón verslunarstörf hjá föðurbróður sínum, Einari Jónssyni faktor, um hríð. Þar kynntist hann konuefni sínu, Ingibjörgu, dóttur Einars.

Vorið 1830 gerist Jón skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi og var hann í vist hjá honum í þrjú ár. Ljóst er að dvöl hans hjá biskupi hafði mikil áhrif á allt lífsstarf hans síðar. Áhugi Jóns á íslenskum fræðum og öllu því sem íslenskt var, sem hann hafði fengið í æsku, blómgaðist í biskupsgarði. Þar hafði hann aðgang að stóru bókasafni og mesta safni íslenska handrita og skjala sem Jón Sigurðsson var Vestfirðingur, fæddur að Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní árið 1811. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur þar og kona hans Þórdís Jónsdóttir. Voru þau þrjú systkinin, Jón elstur, en hin voru Jens og Margrét. Jón var alinn upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi. Honum var snemma kennt að bjarga sér sjálfur og var haldið að allri algengri vinnu sem þá tíðkaðist, til lands og sjávar. Tæplega 18 ára gamall fór Jón úr foreldrahúsum til Reykjavíkur, þar sem hann tók stúdentspróf með afburða lofi, en faðir hans hafði kennt honum þann skólalærdóm sem til þurfti. Í Reykjavík stundaði Jón verslunarstörf hjá föðurbróður sínum, Einari Jónssyni faktor, um hríð. Þar kynntist hann konuefni sínu, Ingibjörgu, dóttur Einars.

Vorið 1830 gerist Jón skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi og var hann í vist hjá honum í þrjú ár. Ljóst er að dvöl hans hjá biskupi hafði mikil áhrif á allt lífsstarf hans síðar. Áhugi Jóns á íslenskum fræðum og öllu því sem íslenskt var, sem hann hafði fengið í æsku, blómgaðist í biskupsgarði. Þar hafði hann aðgang að stóru bókasafni og mesta safni íslenska handrita og skjala sem þá var til í landinu. Launin hjá biskupi lagði hann fyrir.þá var til í landinu. Launin hjá biskupi lagði hann fyrir.
Þremur árum síðar sigldi Jón til Kaupmannahafnar og innritaðist til náms í málfræði og sögu við háskólann þar og þurfti hann að sjá fyrir sér sjálfur. Hann lauk aldrei embættisprófi. Fljótlega eftir að Jón kom til náms í Kaupmannahöfn, hlóðust á hann alls konar aukastörf, enda var hann mjög eftirsóttur til starfa vegna hæfileika sinna. Áhugi hans á íslenskum þjóðmálum jókst einnig mjög um þetta leyti.
Það orð fór af Jóni í Kaupmannahöfn að hann væri hirðumaður mikill og nákvæmur um fjármál. Snemma varð hann greiðvikinn og bóngóður. Hann var manna færastur jafnaldra sinna að afla sér fjár, enda leituðu þeir oft til hans þegar þeir voru "blankir," og mun Jón oftast hafa kunnað einhver úrræðiTveimur árum eftir komu sína til Kaupmannahafnar tengdist Jón Árnasafni, þar sem andlegur þjóðarauður Íslendinga, handritin, var geymdur. Átti hann eftir að starfa þar meira og minna alla tíð síðan, enda varð hann með tímanum helsti sérfræðingur í íslensku handritunum á 19. öld. Auk starfa við Árnasafn, vann Jón geysi mikið fyrir ýmsa aðila á sviði íslenskra fræða, en þau urðu ævistarf hans utan stjórnmálanna.
Aldrei hafði hann þó að föstu starfi að hverfa.
Frá 1833 til 1845 bjó Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn við nám og störf. Allan þann tíma kom hann ekki til Íslands. Þetta var viðbúnaðartími undir það sem fram skyldi koma. En unnusta hans sat heima í festum.
Vorið 1841 hófu Jón og nokkrir félagar hans útgáfu á Nýjum félagsritum og var það ársrit. Hafði Jón veg og vanda af ritinu alla tíð og var það höfuðmálgagn hans. Útgáfan var alltaf mjög erfið og mætti misjöfnum skilningi heima á Íslandi. Ný félagsrit komu út í þrjátíu ár. Upplagið af Nýjum félagsritum, sem margir mundu telja að verið hafi uppreisnarblað, fékk Jón Sigurðsson að geyma uppi á háalofti í dönsku konungshöllinni!
Vorið 1845 hélt Jón áleiðis til Íslands til að sitja endurreist Alþingi fyrir Ísafjarðarsýslu og vitja heimahaganna fyrir vestan. Um haustið voru þau Ingibjörg svo gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá var hann 34 ára en hún 41 árs. Síðan eru nú liðin 150 ár. Frá hinu fyrsta endurreista Alþingi var Jón Sigurðsson potturinn og pannan í öllum þess störfum. Það voru hans skoðanir sem hvað mest mótuðu þingið fyrstu árin og má segja að andi hans hafi svifið þar yfir vötnum allt til þessa dags. Hann var 10 sinnum kjörinn forseti þingsins og hefur enginn maður gegnt þeirri stöðu jafn lengi.
Árið 1848 afsalaði Danakonungur sér einveldi. Þá birti Jón Hugvekju til Íslendinga og var það stefnuskrá hans í sjálfstæðisbaráttunni, sem flestir Íslendingar fylgdu undir forystu hans. Hér kom Jón fram með hin sögulegu rök, sem urðu eins og rauður þráður í allri hans baráttu, en aðalatriði hennar var að Íslendingar fengju að ráða sér sjálfir. nánari uplisingar á